Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sandkassaleikur sjalla heldur áfram.

Það er ljóst að stefna VG og Samfylkingar er ekki sú sama varðandi ESB aðild, en þó er stefna beggja sú að hefja aðildarviðræður og leggja það í hendur þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort farið verði inn eða ekki.

Það er ekki hægt að segja að sjallar hafi neina ákveðna stefnu í þessum málum, einn segir að innganga sé það eina rétta meðan annar segir að aðildarviðræður komi ekki til greina, eða þá, að það eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður, sem er óþarfi þar sem allar skoðanakannanir sýna vilja þjóðarinnar á aðildarviðræðum.

Góðar stundir.

 


mbl.is Kollhnísafréttaskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er þessi frétt ekki ofar á forsíðu mbl.....

......maður spyr sig, kannski vegna þess að auðvaldsflokkurinn, eigandi moggans, mælist einungis með 26,5% og Samfylkingin með 31,2%.....?

......það er greinilegt að þetta er ekki frétt sem átti að fara of hátt á mbl.is..... 

.....já, maður spyr sig....

Góðar stundir.


mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Respect Jóhanna.

Þetta eru orð sem ég er nokkuð viss um að bleyðan Geir H Haarde hefði aldrei þorað að láta út úr sér sem forsætisráðherra, enda of miklir hagsmunir í húfi fyrir hann.

Kristján Loftsson er víst ekki saklaus af fjáraustri í Sjálfstæðisflokkinn og Ólafur Ólafsson fékk eins og eitt stykki banka á tombóluverði frá Geir og félögum á sínum tíma.

Þetta sannar enn einu sinni hversu mikilvægt það er að halda Jóhönnu sem forsætisráðherra áfram eftir kosningar, hún virðist ekki hafa hagsmuna tengsl inní spillinguna eins fyrrum forsætisráðherra greinilega hafði og á því auðveldara með að velta við öllum þeim steinum sem þarf að velta við.

Góðar stundir.


mbl.is Siðlausir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna og Steingrímur komið til móts við þá lægst launuðu og....

....hækkiði skattleysismörkin í amk. 160þ strax, það mun væntanlega koma flestum sem ramba á barmi gjaldþrots mjög vel.

Einfalt reiknisdæmi:

200.000kr mánaðarlaun.

Í dag er greitt af þessum launum samkv. reiknivél RSK tæp 30.000kr, ef skattleysismörk hækka uppí 160þ, (aðeins meira en lágmarks taxti) eru aðeins greiddar tæpar 15.000 kr. í skatt, það er á hreinu að þetta mun hjálpa mörgum.

Þegar ráðstöfunar tekjur heimilanna minnka í óðaverðbólgunni þá er ljóst að það munar um 15.000 kr. á mánuði.

Góðar stundir.


mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn gerist ekkert....

....amk ekki ef marka má það sem sjálfstæðismenn halda fram statt og stöðugt.

Það er ljóst að töluvert meira hefur verið gert þær fáu vikur sem núverndi stjórn hefur verið við völd. 

Ýmislegt hefur verið gert fyrir heimilin, td. hækkun vaxtabóta, útgreiðsla séreignarsparnaðar, greiðsluaðlöðunarfrumvarpið, breyting á gjaldþrotalögum, áætlun um 4000 ný störf og eflaust e-ð fleira sem ég er að gleyma.

Fyrri ríkstjórn gerði ekkert, þeirra taktík var að bíða og vona að hlutirnir löguðust af sjálfu sér.

Ekki gleyma orðum Geirs H. Haarde, frá haustmánuðum þegar hann lýsti því yfir að taktíkin virtist ætla að heppnast, þ.e. að gera ekki neitt var að bera árangur, skömmu síðar hrundi bankakerfið á Íslandi!!!

Frá bankahruninu og fram að stjórnarslitum var æði lítið um aðgerðir.

Núverandi ríkistjórn er búin að ráða, loksins, erlendan sérfræðing til að stjórna rannsókn á spillingunni og væntanlegir eru fleiri af því tagi, eðlilegt er að sjallar og fjárglæframennirnir vinir þeirra séu með, (in lack of a better word) kúkinn í brókinni af hræðlsu við að nú komi allt upp á yfirborðið og þeir þurfi jafnvel að skila okkur peningunum okkar og sitja inni í einhver ár.

Það er með ólíkindun að ekki hafi verið ráðinn hingað óháður aðili erlendis frá strax í haust til að rannsaka hrunið, en betra er seint en aldrei.

Góðar stundir.


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt, komið að uppgjörinu við.....

......fjöskylduflokkinn (lesist sjálfstæðisflokkinn) það er vonandi að allt komi uppá yfirborðið með þennan kvenskörung í broddi fylkingar. Þannig að landanum verði ljóst hversu mjög sjálftektarflokkurinn er búin að koma sér og sínum vel fyrir út um allt í stjórnkerfi og dómskerfi landsins.

Ég mæli með að allir lesi grein Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær "Að kjósa hrunið" vona að fólk geri sér ljóst hvað það er að gera sér og sínum með því að kjósa þetta skrýpi sem kallar sig stjórnmálaflokk.

Gott að ekki þurfti að ræða þetta í þinginu, þá er hætt við að sjallar hefðu bullað málið í kaf.....LoL

Sjá færslu hér fyrir neðan um sandkassaleik þeirra félaga í þinginu í gærkvöldi.

Góðar stundir.

 

 


Þættinum hefur borist bréf....

Hið rétta eðli sjálfstæðismanna er nú að koma í ljós, endilega haldið þessu rugli áfram með þá bræður Birgi Ármanns og Sigurð Kára í broddi fylkingar og fylgi ykkar mun hrapa enn meira.

Athyglisvert þykir mér þó að MBL.IS sér ekki ástæðu til að minnast á bloggskrif Iðnaðarráðherra um sandkassaleik litlu stuttbuxnadrengjanna.

 

Hér er bréfið.

----------------------------------------------------------------------------------------

Til hamingju sjálfstæðismenn.

Þið hafið örugglega átt stórskemmtilega og að ykkar mati árangursríka kvöldstund í gærkvöldi. Með málþófi og ítrekuðum andsvörum hver við annan tókst ykkur að tefja störf Alþingis nógu lengi til að allt það fólk sem nú bíður í alvarlegum kröggum eftir lagaheimild til að nýta hluta séreignarsparnaðar síns sér til bjargar verður að bíða enn lengur.

En kannski varð þessi hluti íslenskrar alþýðu bara óvart fórnarlömb í stríði þingflokks Sjálfstæðisflokksins gegn þeim ítrekuðu óskum þjóðarinnar að þjóðlindir verði óyggjandi skilgreindar þjóðareign í stjórnarskrá, að stjórnlagaþing með aðkomu þjóðarinnar endurskoði stjórnarskrá og að þjóðaratkvæðagreiðslur verði viðurkennd leið til lýðræðislegra ákvarðana í málum á borð við aðild að fjölþjóðlegum stofnunum.

Önnur mál sem taka varð af dagskrá vegna þessarar kvöldskemmtunar Sjálfstæðisflokksins er um breytinga á atvinnuleysistryggingum sem ætlað er að auka rétt einyrkja og fólks í hlutastörfum, stórauknar rannsóknaheimildir sérskipað saksóknara í málum tengdum hruni fjármálakerfisins og samningar um álver í Helguvík.

Er þjóðinni ekki létt að vita að sá þingflokkur sem illu heilli er enn stærstur á þingi skuli vera með sína forgangsröð á hreinu?

 

En hér er yfirlit yfir umræðurnar frá kl. 20 í gærkvöldi fyrir áhugasama:

 

[20:01] - Ármann Kr. Ólafsson

[20:16] - Björn Bjarnason

[20:31] - Guðfinna S. Bjarnadóttir

[20:45] - Björn Bjarnason (andsvar)

[20:47] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (andsvar)

[20:49] - Björn Bjarnason (andsvar)

[20:51] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (andsvar)

[20:53] - Jón Magnússon

[21:08] - Birgir Ármannsson (andsvar)

[21:11] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:13] - Birgir Ármannsson (andsvar)

[21:14] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:15] - Björn Bjarnason (andsvar)

[21:17] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:20] - Björn Bjarnason (andsvar)

[21:21] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:22] - Ólöf Nordal (andsvar)

[21:24] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:26] - Ólöf Nordal (andsvar)

[21:27] - Jón Magnússon (andsvar)

[21:29] - Guðlaugur Þór Þórðarson

[21:44] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (andsvar)

[21:46] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[21:48] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (andsvar)

[21:50] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[21:51] - Ólöf Nordal (andsvar)

[21:53] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[21:55] - Ólöf Nordal (andsvar)

[21:57] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[21:58] - Árni Þór Sigurðsson (andsvar)

[22:00] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[22:02] - Árni Þór Sigurðsson (andsvar)

[22:03] - Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar)

[22:05] - Grétar Mar Jónsson (um fundarstjórn)

[22:06] - Birkir J. Jónsson (um fundarstjórn)

[22:07] - Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn)

[22:09] - Sigurður Kári Kristjánsson (um fundarstjórn)

[22:10] - Árni Þór Sigurðsson (um fundarstjórn)

[22:11] - Grétar Mar Jónsson (um fundarstjórn)

[22:12] - Forseti (Þuríður Backman)

[22:12] - Birkir J. Jónsson (um fundarstjórn)

[22:14] - Sigurður Kári Kristjánsson (um fundarstjórn)

[22:15] - Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn)

[22:17] - Björn Bjarnason (um fundarstjórn)

[22:18] - Einar K. Guðfinnsson (um fundarstjórn)

[22:20] - Utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (um fundarstjórn)

[22:21] - Árni Þór Sigurðsson (um fundarstjórn)

[22:22] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (um fundarstjórn)

[22:24] - Utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (um fundarstjórn)

[22:25] - Forseti (Þuríður Backman)

[22:25] - Guðfinna S. Bjarnadóttir (um fundarstjórn)

[22:26] - Forseti (Þuríður Backman)

[22:26] - Sigurður Kári Kristjánsson

[22:42] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[22:44] - Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar)

[22:46] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[22:49] - Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar)

[22:51] - Guðfinna S. Bjarnadóttir

[22:56] - Grétar Mar Jónsson

[23:01] - Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar)

[23:03] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[23:05] - Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar)

[23:07] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[23:09] - Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar)

[23:12] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[23:14] - Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar)

[23:16] - Grétar Mar Jónsson (andsvar)

[23:19] - Sigurður Kári Kristjánsson (um fundarstjórn)

[23:20] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:21] - Árni M. Mathiesen (um fundarstjórn)

[23:22] - Sigurður Kári Kristjánsson (um fundarstjórn)

[23:23] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:24] - Birkir J. Jónsson (um fundarstjórn)

[23:25] - Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn)

[23:26] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:28] - Jón Magnússon (um fundarstjórn)

[23:28] - Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn)

[23:29] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:30] - Þorgerður K. Gunnarsdóttir (um fundarstjórn)

[23:31] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:31] - Jón Magnússon (um fundarstjórn)

[23:32] - Jón Bjarnason (um fundarstjórn)

[23:34] - Þorgerður K. Gunnarsdóttir (um fundarstjórn)

[23:35] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:35] - Árni M. Mathiesen (um fundarstjórn)

[23:37] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:37] - Frsm. minni hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal)

[23:53] - Árni M. Mathiesen

[23:58] - Forseti (Guðbjartur Hannesson)

[23:59] - Arnbjörg Sveinsdóttir

[00:08] - Árni Þór Sigurðsson

[00:24] - Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar)

[00:26] - Árni Þór Sigurðsson (andsvar)

[00:27] - Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar)

[00:30] - Árni Þór Sigurðsson (andsvar)

[00:32] - Frsm. minni hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal)

[00:37] - Þorgerður K. Gunnarsdóttir

-------------------------------------------------------

Góðar stundir.


mbl.is Minnsta velta í 14 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærið breytti okkur í óargardýr......

.....og kreppan mun kenna okkur að endurstilla gildismatið....

 

Það er allt í lagi að eiga gamallt sjónvarp og þegar það bilar þá má fara með það í viðgerð.

Hjá einni viðgerðarþjónustu fyrir rafmagnstæki í Rvík. er 40% veltu aukning á síðustu mánuðum, á sama tíma dragast umsvif Góða Hirðsins saman.

Gott og blessað, landinn virðist vera að vakna úr móki efnishyggjunnar.

Takk fyrir það.

Góðar stundir.


mbl.is Neysla dregst saman í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rödd alþýðunnar má aldrei þagna!

Kæru félagar.

Hversvegna Einar Ben?

 

Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að á alþingi sitji þverskurður af þjóðfélaginu. Lausleg úttekt á þingmönnum er sitja á þingi í dag sýnir að a.m.k. 53 af 63 þingmönnum eru með einhverskonar háskólapróf, þar af eru 13 lögfræðingar og 7 stjórnmálafræðingar. 

Þrátt fyrir allt þetta langskólagengna fólk sem stýrt hefur þjóðinni undanfarin ár, þá er Ísland tæknilega gjaldþrota og alþingi er sýnd sú lítilsvirðing að þingmenn haga sér eins og í sandkassaleik að rífast um hver á sterkasta pabbann, meðan landið brennur!

Það er kominn tími til að á alþingi sitji rödd mannsins af götunni, rödd alþýðunnar  sem aldrei má þagna!

Við sáum það í „búsáhalda byltingunni“ hversu megnug þessi rödd er og nú skal sú hin sama rödd einnig heyrast innan veggja alþingis.

·         Röddin sem er óhrædd við að láta í sér heyra er henni mislíkar.

·         Röddin sem ekki hefur neitt að óttast 

·         Röddin sem ekki hefur hagsmunatengsl við einn eða neinn í fjármálheiminum

·         Röddin sem óhrædd þorir að velta við öllum steinum til að finna skítinn.

·         Röddin sem er tilbúin að gera það sem þarf til að koma landinu á réttan kjöl aftur.

Þess vegna, kjósandi góður, bið ég um þinn stuðning í 3ja sæti á lista samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fyrir komandi kosningar.

3ja sætið er baráttusæti og við þurfum íslenskan víking, baráttujaxl í þetta sæti.

Hvað á að gera?     

  

Mitt aðal baráttumál er að koma á meiri jöfnuði í þjóðfélaginu, það vil ég gera m.a. með því að koma á réttlátara skatta og bótakerfi strax. Það er á ljóst að eftirfarandi tillögur munu hjálpa mjög mörgum heimilum sem eru við það að missa húsnæði sitt í dag.

·         Hækka skattleysismörk þannig að þau fylgji alltaf lágmarks kauptöxtum.

·         Hátekjusskattur miðast við 10 milljón kr. árstekjur.

·         Tekjutenging við barnabætur afnumin eða a.m.k. hækkuð allverulega.

·         Vaxtabætur verði greiddar af öllum vaxtagjöldum í formi hækkaðs persónuafsláttar.

Þetta er einungis brot af því sem ég tel nauðsynlegt að verði gert eins fljótt og auðið er, en af virðingu við þennan póstlista og vegna tilmæla kosningastjóra um að vera stuttorður ætla ég ekki að hafa þetta lengra.

Baráttukveðjur af Skaganum

Einar Ben.


Alla handfærabáta á sjó.

 

Aldrei áður hefur verið eins brýn þörf á að skapa ný störf sem nú.

Ein öflugasta og hraðvirkasta leiðin til þess, e-ð sem gæti haft veruleg áhrif á lítil samfélög úti á landi sem og þjóðarbúið í heild sinni er að stefna að því að fá sem flesta smábáta á sjó eins fljótt og auðið er.

Við að gefa út 20-25 þúsund tonna heildarkvóta (svæðaskiptum) sem eingöngu væri ætlaður til handfæraveiða skapast fjöldinn allur af störfum um allt land, bæði á sjó sem í landi.

Það er ljóst að þessi afli má ekki fara óunnin úr landi, honum á að landa á innanlandsmarkað og fullvinna hann hérna heima í stað þess að flytja hann burt óunninn.

Á sama tíma þarf að tryggja rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar þannig að svigrúm sé til að borga mannsæmandi laun í fiskvinnslunni þannig að landsmenn fáist til að vinna í fiski. Reyndin er nefnilega sú að það þykir ekki nógu fínt að vinna í fiski í dag og hefur það verið þannig sl. 20-25 ár.

Ég er samt á því að við að hækka laun í fiskvinnslu umtalsvert, þá held ég nú að fólk sé tilbúið að leggja það á sig sem til þarf í stað þess að vera atvinnulaust.

Við megum ekki gleyma því að í kreppu skapast ný tækifæri, og við sem þjóð erum að eðlisfari baráttu fólk með jákvæða lífsýn, ég hef fulla trú á því að við munum komast í gegnum þetta ástand og standa uppi töluvert sterkari á eftir, en til að það sé hægt verða allir að leggja hönd á plóginn, eða eins og John F. Kenndy sagði fyrir tæpum 5 áratugum og á mjög vel við í dag....

....spurðu ekki hvað þjóðin getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir þjóðina....

Góðar stundir.

Ps: Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fer fram nú um helgina og ef þú vilt hafa áhrif á listann en ert ekki skráð/ur í flokkinn þá er siðasti séns í dag til að vera geta tekið þátt.

Hægt er að skrá sig á www.samfylking.is  3ja sætið hjá Samfylkingunni í NV kjördæmi er baráttusæti í komandi kosningum og því þurfum við baráttumann í 3. sætið.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband