Laudrup er á lausu.

Olsen og Laudrup

Jæja þetta er orðið gott í bili, það er komin tími til að KSÍ opni budduna og ráði alvöru útlending í þetta jobb, tilraunastarfið með íslenska meðaljóna er ekki að skila árangri.

KSÍ á nógan pening og ætti að sjá sóma sinn í því að fá hingað alvöru þjálfara.

Leikurinn á laugardaginn og þá sér í lagi fyrri hálfleikur var skelfilegur og í dag drulluðu menn gjörsamlega uppá hnakka þeir voru svo lélegir, það þýðir ekkert að kenna hitanum um það var nefnilega sami hiti hjá hinu liðinu, liði sem var ekki uppá marga fiska. 

Gunnleifur stóð uppúr í dag, eins og á laugardaginn. Brynjar Björn átti ágæta spretti sem og Emil á köflum í fyrri hálfleik, Arnór var frískur framan af. Pálmi Rafn hvað er hann að gera í landsliðinu, ég er ekki viss um að hann kæmist í kvennalið Vals miðað við frammstöðuna í síðustu tveim landsleikjum. Grétar Rafn úti að s.... mest allan leikinn. Kristján Örn og Sölvi voru ágætir í miðju varnarinnar, en maðurinn fyrir framan þá, gutlarinn úr Bröndby var ekki að eiga sinn besta dag (kannski er hann ekki betri en þetta), frekar en oft áður, eru virkilega ekki til betri miðjumenn en þetta. Jú, alveg rétt það er einn sem spilar í 5. sterkustu deild í evrópu, en Óli Jó er í fýlu útí hann, þannig að hann er ekki einu sinni í hópnum....

Common....

Ég vil sjá veg íslenskrar knattspyrnu sem mestan, þess vegna segi ég að við eigum að ráða alvöru útlending í jobbið.

Ekki einhverja tónahnappa eða sigheila.

Áfram Ísland.

Góðar stundir.

 


mbl.is Ísland tapaði í hitasvækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband