Rödd alþýðunnar má aldrei þagna!

Kæru félagar.

Hversvegna Einar Ben?

 

Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að á alþingi sitji þverskurður af þjóðfélaginu. Lausleg úttekt á þingmönnum er sitja á þingi í dag sýnir að a.m.k. 53 af 63 þingmönnum eru með einhverskonar háskólapróf, þar af eru 13 lögfræðingar og 7 stjórnmálafræðingar. 

Þrátt fyrir allt þetta langskólagengna fólk sem stýrt hefur þjóðinni undanfarin ár, þá er Ísland tæknilega gjaldþrota og alþingi er sýnd sú lítilsvirðing að þingmenn haga sér eins og í sandkassaleik að rífast um hver á sterkasta pabbann, meðan landið brennur!

Það er kominn tími til að á alþingi sitji rödd mannsins af götunni, rödd alþýðunnar  sem aldrei má þagna!

Við sáum það í „búsáhalda byltingunni“ hversu megnug þessi rödd er og nú skal sú hin sama rödd einnig heyrast innan veggja alþingis.

·         Röddin sem er óhrædd við að láta í sér heyra er henni mislíkar.

·         Röddin sem ekki hefur neitt að óttast 

·         Röddin sem ekki hefur hagsmunatengsl við einn eða neinn í fjármálheiminum

·         Röddin sem óhrædd þorir að velta við öllum steinum til að finna skítinn.

·         Röddin sem er tilbúin að gera það sem þarf til að koma landinu á réttan kjöl aftur.

Þess vegna, kjósandi góður, bið ég um þinn stuðning í 3ja sæti á lista samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fyrir komandi kosningar.

3ja sætið er baráttusæti og við þurfum íslenskan víking, baráttujaxl í þetta sæti.

Hvað á að gera?     

  

Mitt aðal baráttumál er að koma á meiri jöfnuði í þjóðfélaginu, það vil ég gera m.a. með því að koma á réttlátara skatta og bótakerfi strax. Það er á ljóst að eftirfarandi tillögur munu hjálpa mjög mörgum heimilum sem eru við það að missa húsnæði sitt í dag.

·         Hækka skattleysismörk þannig að þau fylgji alltaf lágmarks kauptöxtum.

·         Hátekjusskattur miðast við 10 milljón kr. árstekjur.

·         Tekjutenging við barnabætur afnumin eða a.m.k. hækkuð allverulega.

·         Vaxtabætur verði greiddar af öllum vaxtagjöldum í formi hækkaðs persónuafsláttar.

Þetta er einungis brot af því sem ég tel nauðsynlegt að verði gert eins fljótt og auðið er, en af virðingu við þennan póstlista og vegna tilmæla kosningastjóra um að vera stuttorður ætla ég ekki að hafa þetta lengra.

Baráttukveðjur af Skaganum

Einar Ben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband