Og enn gerist ekkert....

....amk ekki ef marka má það sem sjálfstæðismenn halda fram statt og stöðugt.

Það er ljóst að töluvert meira hefur verið gert þær fáu vikur sem núverndi stjórn hefur verið við völd. 

Ýmislegt hefur verið gert fyrir heimilin, td. hækkun vaxtabóta, útgreiðsla séreignarsparnaðar, greiðsluaðlöðunarfrumvarpið, breyting á gjaldþrotalögum, áætlun um 4000 ný störf og eflaust e-ð fleira sem ég er að gleyma.

Fyrri ríkstjórn gerði ekkert, þeirra taktík var að bíða og vona að hlutirnir löguðust af sjálfu sér.

Ekki gleyma orðum Geirs H. Haarde, frá haustmánuðum þegar hann lýsti því yfir að taktíkin virtist ætla að heppnast, þ.e. að gera ekki neitt var að bera árangur, skömmu síðar hrundi bankakerfið á Íslandi!!!

Frá bankahruninu og fram að stjórnarslitum var æði lítið um aðgerðir.

Núverandi ríkistjórn er búin að ráða, loksins, erlendan sérfræðing til að stjórna rannsókn á spillingunni og væntanlegir eru fleiri af því tagi, eðlilegt er að sjallar og fjárglæframennirnir vinir þeirra séu með, (in lack of a better word) kúkinn í brókinni af hræðlsu við að nú komi allt upp á yfirborðið og þeir þurfi jafnvel að skila okkur peningunum okkar og sitja inni í einhver ár.

Það er með ólíkindun að ekki hafi verið ráðinn hingað óháður aðili erlendis frá strax í haust til að rannsaka hrunið, en betra er seint en aldrei.

Góðar stundir.


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Roluháttur Geirs var grunsamlegur.  Gott er ad búid er ad bera út draslid úr sedlabankanum.  Gott er ad búid er ad hrekja sjálfstaedisflokkinn úr stjórn.  Konan sem stjórnar thessari rannsókn er skörungur og rétta persónan í starfid.  DO og Hólmsteinn voru bádir pólitískt rádnir einnig sonur DO.  Thad tharf ad setja sjálfstaedisflokkinn í varanlega sóttkví.

HREINSUN STRAX (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband