Alla handfærabáta á sjó.

 

Aldrei áður hefur verið eins brýn þörf á að skapa ný störf sem nú.

Ein öflugasta og hraðvirkasta leiðin til þess, e-ð sem gæti haft veruleg áhrif á lítil samfélög úti á landi sem og þjóðarbúið í heild sinni er að stefna að því að fá sem flesta smábáta á sjó eins fljótt og auðið er.

Við að gefa út 20-25 þúsund tonna heildarkvóta (svæðaskiptum) sem eingöngu væri ætlaður til handfæraveiða skapast fjöldinn allur af störfum um allt land, bæði á sjó sem í landi.

Það er ljóst að þessi afli má ekki fara óunnin úr landi, honum á að landa á innanlandsmarkað og fullvinna hann hérna heima í stað þess að flytja hann burt óunninn.

Á sama tíma þarf að tryggja rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar þannig að svigrúm sé til að borga mannsæmandi laun í fiskvinnslunni þannig að landsmenn fáist til að vinna í fiski. Reyndin er nefnilega sú að það þykir ekki nógu fínt að vinna í fiski í dag og hefur það verið þannig sl. 20-25 ár.

Ég er samt á því að við að hækka laun í fiskvinnslu umtalsvert, þá held ég nú að fólk sé tilbúið að leggja það á sig sem til þarf í stað þess að vera atvinnulaust.

Við megum ekki gleyma því að í kreppu skapast ný tækifæri, og við sem þjóð erum að eðlisfari baráttu fólk með jákvæða lífsýn, ég hef fulla trú á því að við munum komast í gegnum þetta ástand og standa uppi töluvert sterkari á eftir, en til að það sé hægt verða allir að leggja hönd á plóginn, eða eins og John F. Kenndy sagði fyrir tæpum 5 áratugum og á mjög vel við í dag....

....spurðu ekki hvað þjóðin getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir þjóðina....

Góðar stundir.

Ps: Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fer fram nú um helgina og ef þú vilt hafa áhrif á listann en ert ekki skráð/ur í flokkinn þá er siðasti séns í dag til að vera geta tekið þátt.

Hægt er að skrá sig á www.samfylking.is  3ja sætið hjá Samfylkingunni í NV kjördæmi er baráttusæti í komandi kosningum og því þurfum við baráttumann í 3. sætið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæri Einar.

Ég vil þakka þér fyrir skemmtileg og góð kynni á fundaferðalaginu sem við fórum allir frambjóðendurnir um Norðvesturkjördæmið. Það var gaman að kynnast ykkur öllum.

Þetta er sterkur og góður hópur sem ég vona að eigi eftir að stilla saman krafta sína eftir prófkjör og fjölga í þingliði Samfylkingarinnar.

Bestu kveðjur til þín og þinna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.3.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Einar Ben

Takk sömuleiðis Ólína.

Gangi okkur sem allra best.

kv.

Einar Ben, 7.3.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband