Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þetta eru góð tíðindi

Á framboðsfundum fyrir samfylkinguna í NV í gærkv. kom skýrt fram sú krafa, sem endurspeglar sennilega vilja ansi margra landsmanna um þessar mundir, að halda sjálfstæðisflokknum frá völdum eftir kosningar.

Samkv. síðustu skoðanakönnunum mun núverandi ríkistjórn halda velli og eru það verulega góð tíðindi.

Við þurfum vinstri stjórn til að taka til eftir ógnar(ó)stjórn íhaldsins síðustu 18 ár.

Góðar stundir.


mbl.is Ríkisstjórnin fengi meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland.

Það er greinilega mat forsætisráðherra að þetta hafi verið það besta í stöðunni.

Væntanlega mun þetta auka traust á SI erlendis, og ekki er ólíklegt að krónan haldi áfram að styrkjast í kjölfarið. 

Ég held að það sé mjög skynsamlegt að fá í þetta starf reynslubolta erlendis frá sem hefur lítil sem engin sambönd inní valdaklíkurnar, og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að vera að styggja einhverja flokksgæðinga eða jábræður, eins er það löngu orðið tímabært að Seðlabanki Íslands hætti að vera öldrunarheimili fyrir uppgjafa stjórnmálamenn. 

Góðar stundir.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning um framboð.

Loksins lét ég verða af því sem ég hef gengið með í maganum í nokkur ár.

Eftirfarandi fréttatilkynning var send til fjölmiðla í gær.

--------------------------------------------------------------------------------------------

Tilkynning um framboð.

 

Einar Benediktsson verkamaður á Akranesi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-6 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Einar er fæddur á Akranes þ. 11.03.1969, sonur Benedikts Valtýssonar vélvirkja hjá Norðurál og Sigríðar Báru Einarsdóttur gjaldkera Iceland Seafood. Einar er giftur Sigrúnu Jóhannesdóttur, hjúkrunafræðing á LSH. Foreldrar hennar eru Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna og Magnea Móberg Jónsdóttir sjúkraliði á fjórðungssjúkrahúsi Austurlands Neskaupstað.

Einar er faðir fjögurra barna, Sígríður Bára (1991) Ólöf Ósk (1995) Jón Ingvi (2000) og Jóhannes (2003). Sytskini Einars eru Valtýr Bergmann þjónn og Karen Edda nemi í stjórnmálafræði.

Einar stundaði sjómennsku í nokkur ár ásamt því að starfa við hin ýmsu störf í byggingageiranum áður en hann fluttist til Danmerkur á vormánuðum 1997 ásamt fjölskyldunni. Fjölskyldan fluttist búferlum til Íslands um mitt sumar 2006 og hóf Einar störf hjá Norðuráli á Grundartanga í ágúst sama ár og starfar þar sem liðstjóri í skautsmiðju í dag.

Einar er kominn af sjómönnum og bændum í marga ættliði. Einar Jóhannesson og Sigríður Bárðardóttir bændur á Jarðlangsstöðum á Mýrum í Borgarfirði eru afi og amma Einars í móðurætt.  Benedikt Tómasson skipstjóri frá Skuld á Akranesi var langa-afi Einars í föðurætt.

Sú endurnýjun sem á sér stað í íslenskum stjórnmálum í dag, má ekki einskorðast við hámenntaða einstaklinga, ég tel mjög mikilvægt að talsmenn alþýðunnar fái rödd inni á alþingi íslendinga, hver er betur til þess fallinn en einhver sem kemur úr þeirra röðum. Við þurfum fleiri þingmenn úr röðum almennings, þ.e. ekki eingöngu hámenntaða einstaklinga sem jafnvel hafa ekki þá tengingu við alþýðuna sem nauðsynleg er nú, í þessu ölduróti sem þjóðin berst við.

------------------------------------------------------------------------------

Góðar stundir.

 


Hér er skjaldborgin sem þarf að slá um heimilin....

Fann þetta á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna.

Tillaga þessi mun gera það að verkum að gengistryggt húsnæðislán frá því í ágúst 2007 uppá 21.5m stæði í ca. 23m í dag í stað 47-8m.

 

Tillögur um bráðaaðgerðir vegna efnahagskreppunnar

Eftirtaldar aðgerðir eru byggðar á hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um:

  • Almennar aðgerðir og leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána
  • Afnám verðtryggingar
  • Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda skuli jöfnuð
  • Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
  • Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Aðgerð #1:    Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila 
Lýsing: Að lög verði sett sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám og nauðungaruppboð íbúðarhúsnæðis til 1. nóvember 2009 á meðan unnið er í að útfæra aðrar aðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Útfærsla: Sjá tillögu til breytinga á lögum um aðför frá Ólafi Garðarssyni.

Aðgerð #2:     Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum (framkvæmt samtímis aðgerð #3)
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Aðgerð #3:    Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum (framkvæmt samtímis aðgerð #2)
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Aðgerð #4:      Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra
Lýsing: Að Alþingi samþykki lög um greiðsluaðlögun sem feli í sér að einstaklingar sem ekki ráði lengur við greiðslur af sínum lánum, þrátt fyrir aðgerðir #2 og #3, eigi kost á  að sækja um greiðsluaðlögun þar sem greiðslugeta viðkomandi er metin og viðeigandi ráðstafanir gerðar út frá greiðslugetu og greiðsluáætlunum.
Útfærsla: Nánari útfærsla til umræðu.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

  • Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt
  • Stuðlað gegn frekari hruni efnahagskerfisins
  • Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins
  • Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af íbúðum
  • Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar
  • Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný


Kynnt á opnum fundi Hagsmunasamtaka heimilanna 12. febrúar 2009

 

Góðar stundir

 


mbl.is Erlendar skuldir þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauð/Græn stjórn áfram....

Kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ríkistjórn er búin að koma meiru í verk á tveim vikum, en ríkistjórn Geirs H. Haarde gerði á 20 mánuðum, þannig að hér er fólk að sjá stjórn sem lætur verkin tala þó að stuttbuxnadrengirnir úr Valhöll reyni eftir veikum mætti að eyðileggja fyrir þeim með sandkassaleiknum sem þeir völdu að fara í um leið og þeir misstu völdin.

Með sama áframhaldi fellur enn meira fylgi af sjöllum og verður það vinstri stjórn Samfó og VG til góða.

Það sem kemur einna mest á óvart er að enn skuli fjórðungur atkvæðisbærra manna á landinu vera tilbúin til að kjósa sjálftektarflokkinn, ég hef reyndar þá trú að fylgi þeirra muni falla í beinu samhengi við meiri sýnileika Birgis Ármannsonar, Sigurðar Kára og aulalegra tilrauna formannsins til að gera lítið úr forsætisráðherra.

Góðar Stundir.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig, sig.....

....segir einhverstaðar.

Geir H. Haarde sagði þjóðinni ósatt í fleiri vikur er verið var að semja við AGS í vetur, af einhverjum ástæðum, sem hann dró að segja frá, kom lánið frá sjóðnum töluvert seinna en í upphafi var gert ráð fyrir, þó að Geir Haarde tönglaðist stöðugt á því að nú færi þetta að koma, á næstu dögum var ekki óalgent.

Sama var uppá teningnum er verið var að inna fyrrv. forsætisráðherra eftir því, hvenær gjaldeyrisflutningar til og frá Íslandi kæmust í lag, þá var viðkvæðið einnig það sama, á allra næstu dögum, í byrjun næstu viku osv.

Nú sakar Geir núverandi Forsætisráðherra um lygar, en hún stakk uppí hann svo um munar með því að birta samskiptin við AGS, e-ð sem að við vorum ekki vön að sjá í stjórnartíð Geirs H. Haarde, þ.e. að upplýsingar væru uppi á yfirborðinu, uppístungur (er þetta orð Tounge) var heldur ekkert sem við vörum að sjá frá kallinum hennar Ingu Jónu.


mbl.is Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til forystu ASÍ.

Ég undirritaður, skora hér með á þá forystumenn ASÍ sem brutu af sér, með því brjóta á samningsbundnum rétt hins almenna launamanns til launahækkunnar, að lækka laun sín niður á lágmarkstaxta félagsmanna sinna ekki seinna en strax.

 

PS.

Ég hvet alla sem eru ósammála þessari samþykkt ASÍ að skrifa undir hér á síðunni.

Kv.

Einar Ben.

 

 


mbl.is Frestun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband