Respect Jóhanna.
17.3.2009 | 16:40
Þetta eru orð sem ég er nokkuð viss um að bleyðan Geir H Haarde hefði aldrei þorað að láta út úr sér sem forsætisráðherra, enda of miklir hagsmunir í húfi fyrir hann.
Kristján Loftsson er víst ekki saklaus af fjáraustri í Sjálfstæðisflokkinn og Ólafur Ólafsson fékk eins og eitt stykki banka á tombóluverði frá Geir og félögum á sínum tíma.
Þetta sannar enn einu sinni hversu mikilvægt það er að halda Jóhönnu sem forsætisráðherra áfram eftir kosningar, hún virðist ekki hafa hagsmuna tengsl inní spillinguna eins fyrrum forsætisráðherra greinilega hafði og á því auðveldara með að velta við öllum þeim steinum sem þarf að velta við.
Góðar stundir.
Siðlausir eigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott og hugrökk kona í sæti forsætisráðherra. Hún þorir að tala tæpitungulaust!
Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:01
Alveg get ég takið undir þetta með Jóhönnu með þér - verst að helvítis hægri-kratarnir eru stórhættulegir þarna í Samfylkingunni og því finnst mér í raun nauðsynlegt að félagshyggjufólk og almennt réttlætissinnar vinstra megin í pólitík ættu að flykkja sig að baki VG í komandi kosningum svo við fáum sterka vinstri stjórn tveggja jafnstórra flokka.
Sé fyrir mér Jóhönnu forsætisráðherra fyrri tvö árin og svo tekur Steingrímur við á síðari hluta kjörtímabilsins. Þannig ætti öflug félagshyggjustjórn með sterkum vinstri flokki að tryggja að fjandans hægri-kratarnir, sem þið Samfylkingarfólk höfðuð ekki manndóm í ykkur til að losa ykkur við í prófkjörum, komist lítið áfram með sínar nýfrjálshyggju-Blairisma hugmyndafræði.
Þú veist hverja ég er að tala um!!!
Þór Jóhannesson, 17.3.2009 kl. 23:01
já það væri nu meiri draumurinn að fá svona konu sem er til í að rífa niður hvaða fyrirtæki sem er, ekki taka því þannig að ég sé að bakka þá hjá HB Granda upp en svona ummæli henta á bloggsíðum en ekki á fréttamannafundi hjá forsætisráðherranum, svo einfalt er það
En þú og þór sem commentar hjá þér eruð miklir stuðningsmenn þessarar ríksstjórnar, fyrst hun er svona frábær væruð þið til í að upplýsa mig um þau mál sem hun hefur komið í gegn til að bæta hag heimila landsins?..........
bíð spenntur
Hannes Már Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:53
Hannes,
Ég vísa í bloggfærslu hérna á síðunni frá því 17/3 hérna
kv.
Einar Ben, 19.3.2009 kl. 22:20
Obama segir AIG til syndanna og Jóbama segir HB Granda til syndanna - Ég elska réttlætið þegar það byrtist svona augum almúgans.
Í raun finnst mér ljót, verulega ljótt af svona fólki eins og þessum Hannesi að reyna að slá rýrð á réttlætið í örvæntingarfullri tilraun sálar sinnar til að réttlæta fyrir sjálfri sér að það sé réttlætanlegt að kjósa siðspillingar- og auðvaldsflokkinn einu sinni enn!!!
Þór Jóhannesson, 19.3.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.