Bundin til kosninga.

Það er kominn tími til að íslenskir stjórnmálaflokkar sýni kjósendum sýnum þá virðingu sem þeir eiga skilið.

Með þessu á ég við að það þarf að vera ljóst hvernig ríkisstjórn við erum að kjósa yfir okkur, fyrir kosningar.

Er gengið er til kjörklefa á Íslandi er ekki nokkur leið að vita hvað við erum að kjósa yfir okkur, það þarf að vera ljóst fyrir kosningar hvað það þýðir að setja x-ið við ákveðna flokka. 

Á ferðum mínum og annarra frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi undanfarna daga, hefur heyrst hávær rödd um að við göngum bundin til kosninga þ. 25 apríl, þ.e. náist hreinn meirilhluti stjórnarflokkanna tveggja þá muni þeir starfa áfram í ríkisstjórn næsta kjörtímabil.

Ef þetta næst ekki þá förum við ekki í ríkisstjórn, hvorki með Sjálstæðisflokknum, né að mynduð verði 3ja flokka stjórn með Framskóknarflokknum.

Tálsýnir í þá vera að halda að við getum gert e-ð af viti í stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn mega ekki stýra ákvörðunum um stjórnarmyndun eftir kosningar, þessvegna er áríðandi að gefa þetta út fyrir kosningar og leggja það í dóm kjósenda hvort þeir vilji áfram ógnar(ó)stjórn Sjálfstæðisflokks eða vinstri félagshyggju stjórn Samfylkingar og VG með sjónarmið jafnaðarmanna að leiðarljósi.

Við eigum að taka áhættu og treysta kjósendum til að velja, ég trúi því að íslenskir kjósendur séu það skynsamir að þeir velji rétt á kjördag fái þeir þetta skýra val.

Ég tel að íslenskir kjósendur eigi það inni hjá stjórnmálaflokkunum að fá upplýsingar fyrir kosningar, hvaða ríkistjórn þeir eru að kjósa yfir sig.

Það er mikil vinstri sveifla í þjóðfélaginu núna og það eigum við að nýta okkur, það er alveg á hreinu að við megum ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný og fólk þarf að gera sér grein fyrir því að með því að kjósa e-ð annað en stjórnarflokkanna tvo, að þá er verið að bjóða heim hættunni á 2ja flokka stjórn sjálfstæðis og framsóknar.....

......OG GUÐ FORÐI OKKUR FRÁ ÞVÍ......

Góðar stundir.

 

 

 


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr.

Ég var á fundi með ykkur í Borgarnesi, vonandi er þetta mesta búið hjá ykkur. Annars vonast ég til að við þurfum ekki þessa handónýtu paralista heldur náir þú í annað sætið. Við þurfum mann eins og þig á þing.

Ívar Örn Reynisson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Einar Ben

Takk fyrir það Ívar Örn, ég er sammála þér með paralistann, ég tel að það eigi að velja frambjóðendur eftir verðleikum ekki kyni.

kv.

Einar Ben, 4.3.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband