Að sjálfsögðu ekki.
11.6.2009 | 15:33
Það er hægt að kaupa hálft lið af toppklassa leikmönnum fyrir þessa fáránlegu upphæð, fyrst að prímadonnan gat ekki hugsað sér að vera lengur hjá stærsta félagsliði í heimi er þetta frábær díll.
Ég skýt á að peningarnir verði notaðir í kaup á Ribery, Bensema (eða hvað hann heitir) og til að ganga frá kaupum á Tevez, eins væri ekki slæmt að fá eins og einn sterkan varnarmann í hópinn í viðbót, Johnny Evans er ekki alveg að gera sig.
Engin skelfing hjá United við brotthvarf Ronaldos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Ronaldo hefur aldrei neitað því að hann sé meira fyrir sólina í Madrid.
Hann er ekki eins félagshollur og sumir aðrir í enska boltanum.
Þegar svona gott fæst fyrir kílóið af séröldum, svo ég tali nú ekki um of-öldum.
Sir Alex hefur sjaldan eða aldrei liðið nokkrum leikmanni að líta á sjálfan sig stærri en félagið.
Björn Jónsson, 11.6.2009 kl. 17:25
Já það er rétt.
Frá því að þeir fóstbræður Giggs, Scholes og G.Neville stigu sín fyrstu skref hjá Man Utd. hafa ansi margar "stórstjörnur" komið og farið, og ófá dæmin um leikmenn sem töldu sig stærri en klúbbinn sem fengu pokann. En alltaf halda þeir tryggð við sitt félag þeir gömlu, sem er reyndar frekar sjaldséð í dag. Samtals eru þeir sennilega búnir að spila eina 2000 leiki fyrir stærsta félagslið í heimi....
kv.
Einar Ben, 11.6.2009 kl. 17:58
Hef trú á Johnny Evans... hann á að vísu margt eftir ólært... en hann hefur þetta í sér held ég... Ferguson á eftir að koma með óvænt útspil í leikmannakaupum... það er nokkuð víst...
Brattur, 11.6.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.