Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Að sjálfsögðu ekki.
11.6.2009 | 15:33
Það er hægt að kaupa hálft lið af toppklassa leikmönnum fyrir þessa fáránlegu upphæð, fyrst að prímadonnan gat ekki hugsað sér að vera lengur hjá stærsta félagsliði í heimi er þetta frábær díll.
Ég skýt á að peningarnir verði notaðir í kaup á Ribery, Bensema (eða hvað hann heitir) og til að ganga frá kaupum á Tevez, eins væri ekki slæmt að fá eins og einn sterkan varnarmann í hópinn í viðbót, Johnny Evans er ekki alveg að gera sig.
Engin skelfing hjá United við brotthvarf Ronaldos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laudrup er á lausu.
11.6.2009 | 00:43
Jæja þetta er orðið gott í bili, það er komin tími til að KSÍ opni budduna og ráði alvöru útlending í þetta jobb, tilraunastarfið með íslenska meðaljóna er ekki að skila árangri.
KSÍ á nógan pening og ætti að sjá sóma sinn í því að fá hingað alvöru þjálfara.
Leikurinn á laugardaginn og þá sér í lagi fyrri hálfleikur var skelfilegur og í dag drulluðu menn gjörsamlega uppá hnakka þeir voru svo lélegir, það þýðir ekkert að kenna hitanum um það var nefnilega sami hiti hjá hinu liðinu, liði sem var ekki uppá marga fiska.
Gunnleifur stóð uppúr í dag, eins og á laugardaginn. Brynjar Björn átti ágæta spretti sem og Emil á köflum í fyrri hálfleik, Arnór var frískur framan af. Pálmi Rafn hvað er hann að gera í landsliðinu, ég er ekki viss um að hann kæmist í kvennalið Vals miðað við frammstöðuna í síðustu tveim landsleikjum. Grétar Rafn úti að s.... mest allan leikinn. Kristján Örn og Sölvi voru ágætir í miðju varnarinnar, en maðurinn fyrir framan þá, gutlarinn úr Bröndby var ekki að eiga sinn besta dag (kannski er hann ekki betri en þetta), frekar en oft áður, eru virkilega ekki til betri miðjumenn en þetta. Jú, alveg rétt það er einn sem spilar í 5. sterkustu deild í evrópu, en Óli Jó er í fýlu útí hann, þannig að hann er ekki einu sinni í hópnum....
Common....
Ég vil sjá veg íslenskrar knattspyrnu sem mestan, þess vegna segi ég að við eigum að ráða alvöru útlending í jobbið.
Ekki einhverja tónahnappa eða sigheila.
Áfram Ísland.
Góðar stundir.
Ísland tapaði í hitasvækju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er með ólíkindum.....
7.6.2009 | 18:04
Enn og aftur er gengið fram hjá Jóhannesi Karli.
Eins og uppstillingin var á liðinu í gær var aldrei spurning að við myndum tapa þessum leik, inn á miðsvæðinu voru Stefán Gíslason, Pálmi Rafn og Helgi Valur allt leikmenn úr miðlungsliðum í skandinavíu meðan á bekknum sátu Brynjar Björn og Aron Einar leikmenn úr 5. sterkustu deild í heimi, leikmenn sem eru þekktir fyrir að gefa allt í það sem þeir eru að gera, enda sást það bersýnilega þegar Brynjar kom inná þá gjörbreyttist leikur Íslands, menn fóru að berjast og láta finna fyrir sér.
Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að nota menn úr næst efstu deild Englands meðan miðlungsskápar úr Bröndby, Brann og Elfsborg er í byrjunarliðinu.....
.....já og að ógleymdum Bjarna Ólafi Eiríkssyni.... LOL.... ágætis úrvalsdeildarleikmaður á Íslandi en á alls ekki heima í landsliðinu.
Nú detta 5 út úr hópnum fyrir næsta leik og enn er farið í skandinavísku kistuna og náð í leikmenn úr miðlungs eða þaðan af verri liðum og gengið fram hjá Jóa Kalla sem á næsta ári spilar í ensku úrvalsdeildinni, ég veit ekki með aðra en mér finnst vera skítalykt af þessu.
Eitt enn með leikinn í gær, í upphafi var Eiður Smári einn frammi en um leið og Hollendingarnir skoruðu var hann færður til baka og Pálmi Rafn settur fram, semsagt það var enginn senter inná þangað til Arnór kom inná undir lokin.
Ólafur kallar á fimm fyrir Makedóníuför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |