Ef keyptur er stolin DVD spilari....

......er eins gott að vera við því búin að skila honum þegar upp kemst um þjófnaðinn, þannig lítur meirihluti þjóðarinnar á gjafakvóta kerfið.

Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar, ekki einhverra fárra útvaldra, því er þetta réttlætismál sem nauðsynlegt er að leiðrétta, núna er tækifærið.

LÍÚ má gráta úr sér augun fyrir mér, sjávarútvegurinn er skuldugur sem aldrei fyrr, menn heimta afskriftir vegna slæmrar stöðu í kjölfar gengishruns, en bíddu við, þegar krónan var sterk vældu þessi grey afþví að þá var afurðaverðið of lágt vegna stöðu krónunnar, nú væla þeir vegna þess að krónan er of veik.

Ég held að þessir menn ættu að finna sér e-ð annað að gera, hér áður fyrr voru gengisfellingar ekki óalgengar til að bjarga sjávarútvegnum, nú er krónan fallinn um 100% og samt væla þeir.

Tökum af þeim kvótann á 20 árum og leyfum þeim að halda áfram að væla.

5% á ári gefur mjög góðan aðlögunartíma, því ættu kvóta eigendur ekki að geta leigt til sín þessi 5% sem þeir missa til baka á kannski 50-75kr. kílóið, fyrst að þeir ætlast til þess að leiguliði sem leigir af þeim í núverandi kerfi á 175-225kr. kílóið skili hagnaði....???

Litla greyið í Vinnslutöðinni í eyjum heldur því fram að einungis standi eftir 1,9kr af hverju kílói þegar allur kostnaður hefur verið greiddur, samt þurfa þeir ekki að leigja til sín kvóta, er virkilega einhver sem trúir þessu bulli.....???

Ef þetta er satt hvernig ætli kvótalausi útgerðarmaðurinn standi þá....??

 Góðar stundir.

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

  Einmitt, og enn frekar Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga segir orðrétt: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Svo mörg eru þau orð. Hinsvegar viljum við halda bestu útgerðarmönnum í greininni, verðum við að finna lausn sem verður til þess. Hinsvegar mun þessi háværi sérhagsmunahópur halda áfram að berjast fyrir sínu máli, enda um mikla peninga að tefla og því mun aldrei verða hægt að semja um neitt við þá við þá.


Sævar Finnbogason, 24.5.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

1. grein er skyr. Ef þeir fara í hart, verður erfitt að dæma þeim í hag. Þá er þetta komið á hreint og þeir mega prísa sig sæla fyrir 20 árin. Það að sjávarútvegurinn er svona skuldugur og virkar hvorki við sterka krónu eða veika, sýnir að kerfið er ekki að ganga upp í núverandi mynd.

Villi Asgeirsson, 24.5.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá áróður sem LÍÚ rekur nú þessa dagana er mjög einsleitur og gengur út á að sá kvóti sem útgerðin lætur af hendi, verði ekki lengur með í pakkanum. Það er í raun barnalegt að halda því fram að sem útgerðarelítan er að láta frá sér fara um þessi mál. Þeir halda greinileg að fólk sé svo skyni skroppið að hægt sé að bulla og bulla og allt sé gleypt hrátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.5.2009 kl. 17:56

4 identicon

Öll þessi umræða byggir á því að þjóðin eigi eitthvað sem hún á ekki. Það hefur engum manni nokkurn tíman tekist að skilgreina þjóðareign. Þar fyrir utan var auðlindinn allt frá dögum Grágás talin hafalmenningur þ.e. enginn átti auðlindina en hún var háð nýtingarrétt. Íslenska ríkið í krafti fullveldisréttar síns setti þann rétt miklar skorður og úthlutaði þeim sem fjárfest höfðu í atvinnugreininni kvóta. Má fyrrna hann á einhverjum árum? Já en þá verður að bæta fyrninguna í samræmi við 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband