Rauð/Græn stjórn áfram....

Kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ríkistjórn er búin að koma meiru í verk á tveim vikum, en ríkistjórn Geirs H. Haarde gerði á 20 mánuðum, þannig að hér er fólk að sjá stjórn sem lætur verkin tala þó að stuttbuxnadrengirnir úr Valhöll reyni eftir veikum mætti að eyðileggja fyrir þeim með sandkassaleiknum sem þeir völdu að fara í um leið og þeir misstu völdin.

Með sama áframhaldi fellur enn meira fylgi af sjöllum og verður það vinstri stjórn Samfó og VG til góða.

Það sem kemur einna mest á óvart er að enn skuli fjórðungur atkvæðisbærra manna á landinu vera tilbúin til að kjósa sjálftektarflokkinn, ég hef reyndar þá trú að fylgi þeirra muni falla í beinu samhengi við meiri sýnileika Birgis Ármannsonar, Sigurðar Kára og aulalegra tilrauna formannsins til að gera lítið úr forsætisráðherra.

Góðar Stundir.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Góður pistill - fyllilega sammála þér.

Þór Jóhannesson, 16.2.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað hefur verið gert? það hefur margt sagt. eina sem hefur verið gert er að hlýða fyrirmælum IMF og síðan kenna öllu upp á Davíð eins og venjulega.

Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband