Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ef keyptur er stolin DVD spilari....

......er eins gott að vera við því búin að skila honum þegar upp kemst um þjófnaðinn, þannig lítur meirihluti þjóðarinnar á gjafakvóta kerfið.

Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar, ekki einhverra fárra útvaldra, því er þetta réttlætismál sem nauðsynlegt er að leiðrétta, núna er tækifærið.

LÍÚ má gráta úr sér augun fyrir mér, sjávarútvegurinn er skuldugur sem aldrei fyrr, menn heimta afskriftir vegna slæmrar stöðu í kjölfar gengishruns, en bíddu við, þegar krónan var sterk vældu þessi grey afþví að þá var afurðaverðið of lágt vegna stöðu krónunnar, nú væla þeir vegna þess að krónan er of veik.

Ég held að þessir menn ættu að finna sér e-ð annað að gera, hér áður fyrr voru gengisfellingar ekki óalgengar til að bjarga sjávarútvegnum, nú er krónan fallinn um 100% og samt væla þeir.

Tökum af þeim kvótann á 20 árum og leyfum þeim að halda áfram að væla.

5% á ári gefur mjög góðan aðlögunartíma, því ættu kvóta eigendur ekki að geta leigt til sín þessi 5% sem þeir missa til baka á kannski 50-75kr. kílóið, fyrst að þeir ætlast til þess að leiguliði sem leigir af þeim í núverandi kerfi á 175-225kr. kílóið skili hagnaði....???

Litla greyið í Vinnslutöðinni í eyjum heldur því fram að einungis standi eftir 1,9kr af hverju kílói þegar allur kostnaður hefur verið greiddur, samt þurfa þeir ekki að leigja til sín kvóta, er virkilega einhver sem trúir þessu bulli.....???

Ef þetta er satt hvernig ætli kvótalausi útgerðarmaðurinn standi þá....??

 Góðar stundir.

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband