Hvalfjarðagöngin.

Það er einkennileg kosningabaráttan sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur hér í NV-kjördæmi, það virðist vera þeim mikið kappsmál að benda á hvað aðrir flokkar hafa gert eða ekki gert í stað þess að auglýsa sig og sýna stefnu.

Frábært dæmi um þetta er auglýsing sem þeir hafa á bíl hér í bænum, með mynd af Guðbjarti Hannessyni og öðru Samfylkingarfólki við Hvalfjarðagöngin í síðustu kosningabaráttu með spurningunni "Hvar eru gjaldfrjálsu göngin Gutti?"

Í þessu tilefni er kannski rétt að benda á hverjir stoppuðu það mál.

Í stjórnarsamstarfi D og S var í þrígang reynt að koma þessu í gegn en alltaf stoppaði það á SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM, þingmönnum D lista í kjördæminu meðan allir aðrir þingmenn kjördæmisins voru hlynntir því að afnema gjaldið.  

Rökin voru þau að ekki mætti afnema gjaldið þar sem að þá væri búið að koma í veg fyrir gjaldtöku í öðrum göngum í framtíðinni, svo sem Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðagöngum.

Þannig að þeim frambjóðendum D lista sem spyrja að þessu ættu kannski frekar að spyrja sína eigin þingmenn hvar gjaldfrjálsu göngin eru.

kv.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir eru samir við sig hjá Íhaldinu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband