Velferðarbrú Samfylkingarinnar skilar góðu fylgi.....

.....sem ég reikna fastlega með að endurspeglist er talið verður uppúr kjörkössunum á laugardag og við fáum hér áframhaldandi félagshyggjustjórn undir styrkri stjórn Jóhönnu.

Hér eru nokkur atriði sem stjórnin hefur gert að veruleika þessa tæpu 80 daga sem hún hefur verið við völd, þrátt fyrir sandkassaleik stuttbuxnagengisins úr Valhöll.

Almennar aðgerðir:

  • Vaxtabætur hækka um allt að 55%. Heildarhækkunin frá fjárlögum 2008 er þá samtals orðin rúmlega 66%.
  • 10-20% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun verðtryggðra lána
  • 40-50% lægri greiðslubyrði með greiðslujöfnun gengistryggðra lána
  • Möguleiki á að frysta allar afborganir í allt að 3 ár eða greiða aðeins vexti og verðbætur.
  • Séreignarsparnað má fá greiddan út, allt að 1 milljón á mann og 2 á hjón.
  • Dráttarvextir lækkaðir um 4%
  • Óskertar barnabætur þrátt fyrir skattaskuld

Sértækar aðgerðir fyrir heimili í miklum skuldavanda:

  • Greiðsluaðlögun þar sem skuldir eru afskrifaðar eða aðlagaðar greiðslugetu. Velferðarbrúin felur því í sér umtalsverðar afskriftir skulda heimilanna.
  • Frestun nauðungaruppboða fram í október.
  • Lengri aðfararfrestir, 40 dagar nú í stað 15.
  • Aukinn stuðningur við fólk sem kemst í greiðsluþrot.
  • Heimili ábyrgðarmanna varin og ábyrgð þeirra takmörkuð.

Nánar um innihald greiðsluaðlögunar

Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána mætir þeim sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli eða öðrum áföllum sem gera fólki ómögulegt að greiða af íbúðalánum. Þá er hægt að fá að greiða afborganir einungis í samræmi við greiðslugetu um nokkurra ára bil – hámark fimm ár – þar til hagur vonandi vænkast. Ef skuldsetning er verulega umfram verðmæti eignar við lok tímabilsins er heimilt að vissum skilyrðum uppfylltum að aflétta þeim veðum af eigninni sem umfram standa.

Greiðsluaðlögun felur í sér að skuldari sem ekki ræður við greiðslu skulda getur fengið umsjónarmann til að mæla fyrir um að kröfuhafar þurfi að sætta sig við að fá einungis greiddan þann hluta skulda sem skuldari getur staðið skil á. Ef skuldari stendur við sitt á greiðsluaðlögunartíma falla ógreiddar skuldir niður í lok tímans og skuldari er þá laus allra mála gagnvart kröfuhöfum. Þannig er bundinn endir á það fyrirkomulag að gjaldþrot elti skuldara út í hið óendanlega.

 

 

 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband