Glæsilegt, komið að uppgjörinu við.....

......fjöskylduflokkinn (lesist sjálfstæðisflokkinn) það er vonandi að allt komi uppá yfirborðið með þennan kvenskörung í broddi fylkingar. Þannig að landanum verði ljóst hversu mjög sjálftektarflokkurinn er búin að koma sér og sínum vel fyrir út um allt í stjórnkerfi og dómskerfi landsins.

Ég mæli með að allir lesi grein Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í gær "Að kjósa hrunið" vona að fólk geri sér ljóst hvað það er að gera sér og sínum með því að kjósa þetta skrýpi sem kallar sig stjórnmálaflokk.

Gott að ekki þurfti að ræða þetta í þinginu, þá er hætt við að sjallar hefðu bullað málið í kaf.....LoL

Sjá færslu hér fyrir neðan um sandkassaleik þeirra félaga í þinginu í gærkvöldi.

Góðar stundir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæll Einar

Já, sjálfstæðismenn hafa haft það ansi gott undanfarna 2 áratugi. Einhvern veginn (t.d. með fjölmiðlaumfjöllun) hafa þeir komið því þannig fyrir að stór hluti þjóðarinnar telur að þeim sé einum treyst fyrir því að halda utan um stjórnartaumana hér!!! Hugsaðu þér bara, flokkurinn sem hefur byggt hér á stigvaxandi spillingu og stjórnlausu eiginhagsmunapoti síðustu árin!!! Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrst stór hluti þjóðarinnar sér þetta ekki með eigin augum þá verðum við að sjá til þess að hjálpa þeim hluta við að gera það.

Mbk

Þórður Már Jónsson, 15.3.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Einar Ben

Það er rétt Þórður, við berum að hluta til ábyrgð á því að koma fólki í skilning um hvað það er að kjósa yfir sig ef það heldur áfram að setja x við d í blindni.

kv.

Einar Ben, 15.3.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Hlédís

Ný, slétt, andlit og gömlu komma-hræðslu-slagorðin hafa dugað vel fram til þessa!

Hlédís, 15.3.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband