Tilkynning um framboð.

Loksins lét ég verða af því sem ég hef gengið með í maganum í nokkur ár.

Eftirfarandi fréttatilkynning var send til fjölmiðla í gær.

--------------------------------------------------------------------------------------------

Tilkynning um framboð.

 

Einar Benediktsson verkamaður á Akranesi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3-6 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Einar er fæddur á Akranes þ. 11.03.1969, sonur Benedikts Valtýssonar vélvirkja hjá Norðurál og Sigríðar Báru Einarsdóttur gjaldkera Iceland Seafood. Einar er giftur Sigrúnu Jóhannesdóttur, hjúkrunafræðing á LSH. Foreldrar hennar eru Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna og Magnea Móberg Jónsdóttir sjúkraliði á fjórðungssjúkrahúsi Austurlands Neskaupstað.

Einar er faðir fjögurra barna, Sígríður Bára (1991) Ólöf Ósk (1995) Jón Ingvi (2000) og Jóhannes (2003). Sytskini Einars eru Valtýr Bergmann þjónn og Karen Edda nemi í stjórnmálafræði.

Einar stundaði sjómennsku í nokkur ár ásamt því að starfa við hin ýmsu störf í byggingageiranum áður en hann fluttist til Danmerkur á vormánuðum 1997 ásamt fjölskyldunni. Fjölskyldan fluttist búferlum til Íslands um mitt sumar 2006 og hóf Einar störf hjá Norðuráli á Grundartanga í ágúst sama ár og starfar þar sem liðstjóri í skautsmiðju í dag.

Einar er kominn af sjómönnum og bændum í marga ættliði. Einar Jóhannesson og Sigríður Bárðardóttir bændur á Jarðlangsstöðum á Mýrum í Borgarfirði eru afi og amma Einars í móðurætt.  Benedikt Tómasson skipstjóri frá Skuld á Akranesi var langa-afi Einars í föðurætt.

Sú endurnýjun sem á sér stað í íslenskum stjórnmálum í dag, má ekki einskorðast við hámenntaða einstaklinga, ég tel mjög mikilvægt að talsmenn alþýðunnar fái rödd inni á alþingi íslendinga, hver er betur til þess fallinn en einhver sem kemur úr þeirra röðum. Við þurfum fleiri þingmenn úr röðum almennings, þ.e. ekki eingöngu hámenntaða einstaklinga sem jafnvel hafa ekki þá tengingu við alþýðuna sem nauðsynleg er nú, í þessu ölduróti sem þjóðin berst við.

------------------------------------------------------------------------------

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta! Og nú er að bretta upp ermar og koma skútunni aftur á flot! Gangi þér vel.

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Einar Ben

Takk fyrir Valdís.

Það er enginn spurning að það er meira en nóg að gera.

kv.

Einar Ben, 27.2.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel Einar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

Blessaður félagi,

þetta eru aldeilis gleðitíðindi,  innilegar baráttukveðjur úr Hafnarfirðinum,

Hemmi, Birna og krakkarnir :-)

Kokkurinn Ógurlegi, 28.2.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Til hamingju með þetta Einar.

Get ekki kosið þig en myndi ef ég gæti - hugleiddi framboð sjálfur en lét ekki til leiðast, þjóðin væntanlega gleðst. En er að spá í að taka áskorun Kidda Gogga, sem reyndar kom fram fyrir 10 árum að ég bjóði mig fram til forseta lýðveldisins næst þegar kosið verður - hver veit

Gangi þér allt í haginn - Við þurfum nýtt blóð. Personulega finnst mér ótrúlegt að sjá að Björgvin G og Þorgerður Katrín sé enn í boði vona að þau floppi bæði.

Bestu kveðjur af skerinu fagra

Gísli Foster Hjartarson, 1.3.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband