Færsluflokkur: Bloggar

Rauð/Græn stjórn áfram....

Kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ríkistjórn er búin að koma meiru í verk á tveim vikum, en ríkistjórn Geirs H. Haarde gerði á 20 mánuðum, þannig að hér er fólk að sjá stjórn sem lætur verkin tala þó að stuttbuxnadrengirnir úr Valhöll reyni eftir veikum mætti að eyðileggja fyrir þeim með sandkassaleiknum sem þeir völdu að fara í um leið og þeir misstu völdin.

Með sama áframhaldi fellur enn meira fylgi af sjöllum og verður það vinstri stjórn Samfó og VG til góða.

Það sem kemur einna mest á óvart er að enn skuli fjórðungur atkvæðisbærra manna á landinu vera tilbúin til að kjósa sjálftektarflokkinn, ég hef reyndar þá trú að fylgi þeirra muni falla í beinu samhengi við meiri sýnileika Birgis Ármannsonar, Sigurðar Kára og aulalegra tilrauna formannsins til að gera lítið úr forsætisráðherra.

Góðar Stundir.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig, sig.....

....segir einhverstaðar.

Geir H. Haarde sagði þjóðinni ósatt í fleiri vikur er verið var að semja við AGS í vetur, af einhverjum ástæðum, sem hann dró að segja frá, kom lánið frá sjóðnum töluvert seinna en í upphafi var gert ráð fyrir, þó að Geir Haarde tönglaðist stöðugt á því að nú færi þetta að koma, á næstu dögum var ekki óalgent.

Sama var uppá teningnum er verið var að inna fyrrv. forsætisráðherra eftir því, hvenær gjaldeyrisflutningar til og frá Íslandi kæmust í lag, þá var viðkvæðið einnig það sama, á allra næstu dögum, í byrjun næstu viku osv.

Nú sakar Geir núverandi Forsætisráðherra um lygar, en hún stakk uppí hann svo um munar með því að birta samskiptin við AGS, e-ð sem að við vorum ekki vön að sjá í stjórnartíð Geirs H. Haarde, þ.e. að upplýsingar væru uppi á yfirborðinu, uppístungur (er þetta orð Tounge) var heldur ekkert sem við vörum að sjá frá kallinum hennar Ingu Jónu.


mbl.is Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til forystu ASÍ.

Ég undirritaður, skora hér með á þá forystumenn ASÍ sem brutu af sér, með því brjóta á samningsbundnum rétt hins almenna launamanns til launahækkunnar, að lækka laun sín niður á lágmarkstaxta félagsmanna sinna ekki seinna en strax.

 

PS.

Ég hvet alla sem eru ósammála þessari samþykkt ASÍ að skrifa undir hér á síðunni.

Kv.

Einar Ben.

 

 


mbl.is Frestun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband